Útfararstofa Hafnarfjarðar

Undirbúningur

Upplýsingar fyrir aðstandendur sem eru að undirbúa útför.

Gátlisti

Allt það helsta sem aðstendur þurfa að hafa í huga fyrir útförina.

Bálfarir

Bálfarir hafa stöðugt verið að aukast undanfarin ár og áratugi.

Athafnir

Hér finna aðstendur dæmi um hvernig athafnir fara oftast fram.

Tónlist

Listi yfir algeng forspil, eftirspil og sálma fyrir útförina.

Að missa ástvin eða ættingja er eitt það erfiðasta sem við göngum í gegnum.

Tilfinningar eru margvíslegar og sorgin er eðlileg viðbrögð. Óhjákvæmilega þarf þá að huga að þeim þáttum er snúa að útför þess látna. Spurningarnar eru margar og þá er gott að geta leitað til aðila sem hafa þekkingu og reynslu á þeim þáttum. Við hjá Útfararstofu Hafnarfjarðar búum yfir þessari reynslu og höfum starfað við útfararþjónustu um árabil.

Hvar erum við?

Skrifstofa Útfararstofu Hafnarfjarðar er til húsa á Fjarðargötu 13-15, 220, Hafnarfirði. Þar er einnig góð aðstaða sem prestar/athafnarstjórar og aðstandendur geta rætt saman í næði. Skrifstofan er opin frá 8.00 til 17.00 virka daga, en þjónusta er allan sólarhringinn og um helgar. Sími: 565-5892 og 896-8242.

Vegna eðlis starfseminnar eru aðstandendur hvattir til að hringja og bóka viðtalstíma.

Samstarfsaðili Útfararstofu Íslands er Útfararstofa Íslands, Auðbrekku 1, Kópavogi, S. 581 3300.

Guðmundur Örn Jóhannsson

Framkvæmdastjóri

Sverrir Einarsson

Útfararstjóri

Útfararstofa Hafnarfjarðar

Útfararstofa Íslands var stofnuð árið 1996 af Sverri Einarssyni, sem er eigandi fyrtækisins. Samstarfsfélagi Sverris við stofnun útfararstofunnar var Sverrir Olsen, en saman höfðu þeir unnið við útfararþjónustu hjá kirkjugörðum Reykjavíkur í fjölda ára. Sverrir Olsen lést árið 2005. Árið 1999 hóf Baldur Frederiksen, útfararstjóri, störf hjá útfararstofunni en hann hafði einnig unnið í mörg ár við útfararþjónustu hjá Kirkjugörðunum með þeim félögum Sverri E. og Sverri O. Árið 2000 hóf nýútskrifaður guðfræðingur, Bryndís Valbjarnardóttir, störf hjá útfararstofunni, en þá var hún ein fyrsta konan sem starfaði sem útfararstjóri í fullu starfi. Skrifstofa Útfararstofu Íslands að Auðbrekku 1, Kópavogi.